Kostn­aður vegna starfs­loka þeirra 100 starfs­manna Arion banka sem missa vinn­una í dag er áætl­aður tæp­lega 900 millj­ónir króna. Hann verður gjald­færður á þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins 2019. Eftir skatta nema áhrif aðgerð­anna um 650 millj­ónum króna á afkomu þess árs­fjórð­ungs.

Áætlað er að hagræðingin vegna aðgerðanna muni að óbreyttu hafa jákvæð áhrif afkomu bankans um 1,3 milljarða króna á ársgrundvelli.

Uppsagnirnar eru þær langstærstu í fjármálageiranum síðan árið 2008.

Fréttablaðið greinir frá því að þeim sem sagt var upp störfum í dag hafi verið gert að hætta samdægurs og yfirgefa vinnustaðinn að loknu samtali við mannauðsdeild. Þungt hljóð sé bæði í starfandi og fyrrverandi starfsmönnum og hefur dagblaðið eftir starfsmanni að uppsagnirnar hafi verið áfall, þrátt fyrir að vera viðbúnar.