Velta erlendra greiðslukorta í ágústmánuði dróst saman um 2,7% samanborið við sama mánuð í fyrra. Lækkunin í júlímánuði nam 0,7% miðað við júlí 2018. Þetta kemur fram í leiðréttingu frá Hagstofu Íslands.

Tölur um erlenda kortaveltu voru birtar fyrir viku en þar kom fram að aukning ágústmánaðar hefði verið 4,7% frá fyrra ári og 5,1% aukning í júlí. Í tölunum hafa viðskipti við íslensk flugfélög verið tekin úr veltunni til að gefa betri mynd af eyðslu útlendinga hér landi.

Villuna nú má rekja til villu í gögnum frá greiðslukortafyrirtækjunum en hún hefur nú verið lagfærð.