Hagvöxtur í Bretlandi er meiri en sérfræðingar þorðu að vona. Á öðrum ársfjórðungi var hagvöxtur nam 0,7%, sem er ívið hærra en Hagstofa Bretlands spáði, 0,6%. Þetta kemur fram í tölum bresku Hagstofunnar .

Þetta er þó aðeins lægri hagvöxtur en á fyrsta ársfjórðungi þegar hann nam 0,8%.

Annar ársfjórðungur nær frá apríl til lok júní og því mæla þessi gögn hagvöxt stuttu fyrir og eftir atkvæðagreiðslu Breta um að ganga úr Evrópusambandinu. Það virðist sem að sú ákvörðun hafi ekki haft mikil áhrif á hagvöxt á þessu tímabili.