Hagvöxtur í Bretlandi mældist 0,3% á örðum ársfjórðungi þessa árs samkvæmt gögnum frá bresku hagstofunni. Er þetta aukning um 0,1 prósentu stig frá fyrstu þremur mánuðum ársins þegar hagvöxtur mældist 0,2%.

Að mati hagstofunnar var aukinn vöxtur í verslun og og þjónustu megindrifkraftur vaxtarins. Vöxtur í verslun og þjónustu nam 0,5% á tímabilinu. Mesti vöxtur í einstökum geira var þó í kvikmyndaiðnaði sem óx um 8% á tímabilinu.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækkaði á dögunum hagvaxtaspá sína fyrir Bretland fyrir árið 2017. Spár sjóðurinn að hagvöxtur á árinu verði 2,1 miðað við 2,3% áður.