3,9% hagvöxtur mældist í Norður-Kóreu í fyrra og hefur hagvöxtur ekki mælst eins mikill í sautján ár í ríkinu samkvæmt tölum Seðlabanka Suður-Kóreu, en Norður-Kóreumenn gefa ekki sjálfir út hagtölur. Vöxturinn stafar af aukinni verslun við Kína, sem og vexti í orkumálum og námuvinnslu Norður-Kóreumanna. Lagðar hafa verið viðskiptaþvinganir á Norður-Kóreu vegna tilrauna þeirra með kjarnorku.

Landinu er nánast haldið uppi af Kínverjum - en Kínverjar eru langstærsti viðskiptaaðili Norður-Kóreu. Kínverjar bæði versla við Norður-Kóreu og veita þeim fjárhagsaðstoð. Bandaríkjamenn hafa margoft hvatt Kínverja til þess að skera á samskipti við ríkið, sem er það einangraðasta á alþjóðavettvangi.

Íbúar Norður-Kóreu eru meðal þeirra fátækustu í heimi og er hagvöxtur á mann einungis 1136 dollarar á ári. Aftur á móti er hagvöxtur á mann í Suður-Kóreu 20 sinnum hærri. Hægt er að lesa um hagvaxtartölur Norður-Kóreu.