Hagvöxtur í Japan jókst um 2,1%, þvert á spár sérfræðinga sem höfðu gert ráð fyrir 0,2% samdrætti. Fréttavefur BBC greinir frá þessu. Japan er þriðja stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum og Kína.

Ástæðan fyrir þessum óvæntu tölum er sögð vera sú að innflutningur minnkaði meira en útflutningur. Innflutningur lækkaði um 2,6%, sem er mesta lækkun sem sést hefur í áratug, á meðan útflutningur lækkaði um meira en 2,4%.

Yfirhagfræðingur Japans segir í samtali við BBC að þessar tölur gefi til kynna að hagvöxtur á þessu ári muni vera mun sterkari heldur en áður var gert ráð fyrir.