Halli var á rekstri Byggðastofnunar upp á 20,1 milljón króna á fyrri helmingi þessa árs, samkvæmt árshlutareikningi sem birtur var í dag. Hreinar vaxtatekjur voru 214,1 milljónir króna á tímabilinu eða 48,6% af vaxtatekjum, samanborið við 217,2 milljónir króna (51,1% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur árið 2016.

Laun og annar rekstrarkostnaður nam 229,4 milljónum króna á fyrri helmingi ársins samanborið við 224,5 milljónir á sama tímabili í fyrra.

Eignir námu 13.352 milljónum króna í lok tímabilsins og hafa lækkað um 789 milljónir frá árslokum 2016.  Þar af voru útlán og fullnustueignir 10.394 milljónir. Skuldir námu 10.464 milljónum króna og lækkuðu um 769 milljónir frá árslokum 2016.

Eiginfjárhlutfall var 23,06% í lok tímabilsins en var 22,74% í lok árs 2016.