Í fyrra var ársvelta Landspítalans um 63.686 milljónir króna og tekjuhalli var á árinu, þar sem að rekstrargjöld spítalans voru 85 milljónir umfram rekstrartekjur og ríkisframlag að því er kemur fram í ársreikningi Landspítalans sem kynntur var á ársfundi sjúkrahússins í dag. Mbl.is fjallar um.

Eigið fé Landspítalans er samtals 112 milljónir króna og nema eignir spítalans 3.710 milljónum króna og skuldir 3.598 milljónum króna. Árið 2016 störfuðu að meðaltali 5.136 starfsmenn á Landspítalanum í 3.954 stöðugildum. Laun og launatengd gjöld námu ríflega 43,5 milljörðum króna árið 2016.