Tæplega 13 milljarða halli varð á vöruviðskiptum í maímánuði samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar .

Nam verðmæti útflutningsins 53,3 milljörðum króna en innflutningsins tæpum 66,2 milljörðum króna. Vöruviðskiptin voru því óhagstæð um 12,8 milljarða króna í maímánuði.

Verðmæti útflutningsins var 4,1 milljarði króna hærri í maí á þessu ári en í fyrra, eða 8,2% hærri, á gengi hvors árs. Má rekja hækkunina að mestu til aukningar í sjávarafurðum.

Vöruinnflutningurinn var svo 9,3% meiri í ár en í fyrra, eða sem svarar 6,7 milljörðum króna. Skýrist það aðallega á innflutningi á skipum og flugvélum.