Yfirborð Hálslóns er nú í 625 metra hæð yfir sjávaráli og er komið á yfirfall samkvæmt tilkynningu sem birtist á vef Landsvirkjunar í dag.

Horfur á fyllingu miðlunarlóna voru slæmar síðsumars og fylling lónsins fór hægt af stað. Óvenju hlýr septembermánuður jók jökulbráðnun og innrennsli í miðlanir Landsvirkjunar.

Fossinn Hverfandi myndast þegar yfirfall er í Hálslóni en samkvæmt fossinn er á milli 90 og 100 metra hár og getur verið vatnsmeiri en Dettifoss.

Yfirfall á Hálslóni hefur aldrei komið svona seint á hausti, en næst kemur yfirfall árið 2011 sem var 13. september.