Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var jákvætt um 13,7 milljarða króna og lækkar um 33,5 milljarða króna. Afborganir lána á fyrsta ársfjórðungi námu 58,9 milljörðum að því er kemur fram í ársfjórðungsyfirliti ríkissjóðs.

Í rekstraryfirliti fyrir A-hluta ríkissjóðs í heild sýnir jákvæðan tekjujöfnuð að upphæð 35,4 milljörðum króna samanborið við 17,5 milljarða sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Innheimtar tekjur án fjármunatekna námu alls 187,4 milljörðum króna á meðan áætlanir gerðu ráð fyrir 181,7 milljörðum króna.

Þar af voru skatttekjur 4 milljarðar eða 2,4% yfir áætlun tímabilsins. Fjármunatekjur námu hins vegar 26,2 milljarða króna og eru arðgreiðslur Landsbankans og Íslandsbanka til ríkissjóðs langstærstur hluti þeirrar fjárhæðar. Fjármunatekjur að frádregnum fjármagnsgjöldum námu 11,5 milljaðarðar króna.

Útgjöld ríkissjóðs að frádregnum rekstrartekjum námu 164,8 milljarðar króna. Megin frávik er vegna samgöngu- og fjarskiptamála sem er 2,1 milljarða króna innan áætlana.