Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir það vonbrigði að Bjarg, íbúðafélag ASÍ og BSRB, að flytja inn erlend hús og erlendar innréttingar. „Það er sameiginlegri hagsmunir atvinnurekenda og launþega að skapa sem flest störf og sem mest verðmæti á Íslandi. Þess vegna er það óskiljanlegt að launþegahreyfingin skuli ekki standa við bakið á sínum umbjóðendum, sem sagt launþegum á Íslandi, heldur leita frekar út fyrir landsteinana eftir þjónustu starfsfólks í löndum þar sem laun eru talsvert lægri en hér,“ segir Sigurður í samtali við helgarútgáfu Morgunblaðsins og fjallað er um á vef samtakanna .

Sigurður segir það jafnframt ákvörðun launþegasamtakanna sérstaklega skjóta skökku við á landsbyggðinni þar sem almennt séð er minna um byggingaverkefni og störf en á höfuðborgarsvæði. Á vef samtakanna segir jafnframt að Bjarg hyggist nota innréttingar frá IKEA og muni flytja inn einingarhús úr timbri sem framleidd séu í Lettlandi en verði sett saman á Akranesi og Kirkjusandi í Reykjavík.

Sigurður bendir einnig á hvað ákvörðunin Bjargs þýði í töpuðum skatttekjum fyrir hagkerfið. „Þegar skipt er við innlenda aðila skilar það sér aftur í hagkerfið. Það eru 62 fyrirtæki á sviði húsgagnaframleiðslu á Íslandi og rúmlega fimm þúsund á sviði byggingastarfsemi og mannvirkjagerðar. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð ein og sér skilaði tæplega 200 milljörðum króna til íslensks þjóðarbús á árinu 2017 og um tveir þriðju hlutar þess runnu til hinna rúmlega 14 þúsund launþega og sjálfstætt starfandi í greininni. Þjóðhagslegt mikilvægi greinarinnar er því töluvert,“ segir Sigurður í viðtali við helgarútgáfu Morgunblaðsins.