Bandaríska tæknifyrirtækið Palantir er metið á 22 milljarða dollara eftir fyrsta viðskiptadag sinn í kauphöllinni í New York. BBC greinir frá.

Hefur þetta markaðsvirði vakið þónokkra athygli, enda hefur fyrirtækið ekki enn skilað hagnaði frá stofnun þess árið 2003, deilt hefur verið um gagnaöryggi hugbúnaðar þess og reiðir fyrirtækið sig verulega á viðskipti frá opinberum stofnunum.

En forsvarsmenn fyrirtækisins eru þó hvergi bangnir og segja að þörfin fyrir hugbúnaðinn sem það selur hafi aldrei verið meiri en einmitt núna. Umræddur hugbúnaður tekur saman stór gagnasöfn og spýtir svo út úr sér tengingum og mynstrum milli gagnanna á notendavænan hátt.