Árlegur haustfundur Kviku fór fram í gær, en fram til þessa hefur fundurinn verið haldinn undir merkjum MP banka. Sem oft áður var aðalræðumaður á fundinum Robert Parker, ráðgjafi á fjárfestingarsviði Credit Suisse. Efni fundarins var tækifæri og áhættur á fjármálamörkuðum, en í erindi sínu fór Parker yfir heildarmyndina í heimshagkerfinu, auk annarra þátta.

Nefndi hann m.a. að styrking Bandaríkjadals undanfarið hafi leitt til samdráttar í útflutningi þar í landi og þar af leiðandi haft neikvæð áhrif á bandaríska framleiðslugeirann. Eins ræddi hann samdráttinn sem orðið hefur í BRIC ríkjunum svokölluðu undanfarið, en það eru Brasilía, Rússland, Indland og Kína.

Fundurinn var vel sóttur, en hann fór að venju fram á Hilton Nordica.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)