Breska lyfjafyrirtækið GSK og franska lyfjafyrirtækið Sanofi hafa tekið höndum saman og munu brátt hefja klínískar prófanir á bóluefni gegn kórónuveirunni. Munu prófanir fyrirtækjanna vera gerðar á 440 fullorðnum einstaklingum á ellefu stöðum í Bandaríkjunum. BBC greinir frá.

Vonast fyrirtækin til að fyrstu niðurstöður prófananna muni liggja fyrir í desember og ef þær komi vel út muni frekari prófarnir vera framkvæmdar í kjölfarið.

Á annan tug lyfjaframleiðenda víða um heim vinna nú hörðum höndum að því að þróa bólefni.