Heildarviðskipti með hlutabréf í júlí námu 35.406 milljónum eða 1.609 milljónum á dag. Það er 1% hækkun frá fyrri mánuði, en í júní námu viðskipti með hlutabréf 1.588 milljónum á dag.  Þetta er 3% lækkun á milli ára (viðskipti í júlí 2017 námu 1.658 milljónum á dag).

Mest voru viðskipti með bréf Eimskipafélags Íslands (EIM), 12.061 milljón, Marel (MARL), 5.552 milljónir, Icelandair Group (ICEAIR), 2.724 milljónir, N1 (N1), 2.111 milljónir, og HB Granda (GRND), 1.903 milljónir.

Úrvalsvísitalan (OMXI8) lækkaði um 7,0% á milli mánaða og stendur nú í 1.596 stigum.

Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar voru Fossar markaðir með mestu hlutdeildina, 34,9% (10,8% á árinu), Íslandsbanki með 19,1% (14,3% á árinu), og Landsbankinn með 16,1% (20,8% á árinu).

Í lok júlí voru hlutabréf 23 félaga skráð á Aðalmarkaði og Nasdaq First North á Íslandi. Nemur heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 991 milljarði króna (samanborið við 1.040 milljarða í júní).

Heildarviðskipti með skuldabréf námu 69,3 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 3,2 milljarða veltu á dag. Þetta er 5% hækkun frá fyrri mánuði (viðskipti í júní námu 3,0 milljörðum á dag), og 10% hækkun frá fyrra ári (viðskipti í júlí 2017 námu 2,9 milljörðum á dag).

Alls námu viðskipti með ríkisbréf 46,4 milljörðum, viðskipti með bankabréf námu 10,4 milljörðum, og viðskipti með íbúðabréf námu 5,1 milljarði. Mest voru viðskipti með RIKB 31 0124, 7,7 milljarðar, RIKB 28 1115, 7,3 milljarðar, RIKB 25 0612, 6,3 milljarðar, RIKB 20 0205, 5,8 milljarðar, og RIKS 21 0414, 5,2 milljarðar.

Á skuldabréfamarkaði var Íslandsbanki með mestu hlutdeildina 17,8% (16,2% á árinu), Landsbankinn með 17,3% (17,1% á árinu), og  Arion banki með 16,0% (14,9% á árinu).

Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) hækkaði um 1,0% í júlí og stendur í 1.394 stigum. Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) lækkaði um 0,1% en sú verðtryggða (NOMXIREAL) hækkaði um 1,5%.