Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 0,19%, niður í 1.920,94 stig í viðskiptum dagsins, en þau námu í heildina rétt tæplega 760 milljónum.

Mest lækkun var á gengi bréfa Heimavalla, eða 4,69%, en þó ekki nema í 24 milljóna króna viðskitum. Fór gengi bréfanna niður í 1,22 krónur, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá fyrir páska hafnaði kauphöllin því að taka bréfin úr viðskiptum eins og Aðalfundur félagsins samþykkti að fara fram á að yrði gert.

Gengi bréfa Icelandair lækkuðu næstmest, eða um 1,10%, í 42 milljóna viðskiptum, og endaði gengi bréfanna í 9,00 krónum eftir viðskipti dagsins.

Mest hækkun var á gengi bréfa Skeljungs, eða um 1,36% í 224 milljóna viðskiptum og fór gengið í 8,17 krónur. Næst mest hækkun var á gengi bréfa Eimskipafélagsins, eða 1,17% í 78 milljóna króna viðskiptum og eru bréfin nú verðlögð á 173,50 krónur.

Gengi krónunnar veiktist gagnvart Evru, danskri krónu, Bandaríkjadal, japanska jeninu og breska pundinu, en styrktist gagnvart svissneskum franka, og sænsku og norsku krónunni. Nam mesta styrkingin 0,64% hjá japanska jeninu sem fæst nú á 1,0788 krónur, en mesta veikingin var á sænsku krónunni, eða 0,16% og fæst hún nú á 12,884 krónur.