Heimilistæki ehf. hagnaðist um 122 miljónir króna árið 2016 og 489 milljónir árið 2015. Að stærstum hluta má skýra hagnað ársins 2015 með sölu fastafjármuna að verðmæti 339 milljónir króna.

Félagið greiddi 150 milljónir í arð á síðasta ári og 100 milljónir árið 2015.

Auk verslana undir merkjum Heimilistækja á félagið verslanir Byggt og Búið, Tölvulistann, Kúnígúnd Att. is og Rafland. Heimilistæki eru í eigu Hreins Hlíðars Erlendssonar, Ólafs Más Hreinssonar, Hlíðars Þórs Hreinssonar og Birkis Arnar Erlendssonar.