Michel Barnier, fyrrum forsætisráðherra Frakka og einn af aðalsamningsmönnum vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að allar samningaviðræður við Bretana fari fram á móðurmáli sínu, frönsku. Þetta kemur fram í frétt Reuters .

Barnier, hefur síðan þá neitað þessu á Twitter síðu sinni, á ensku. Í yfirlýsingu frá Evrópusambandinu kemur fram að ákveðið verður um á hvaða tungumáli samningaviðræðurnar fari frá á eftir að Bretar virki 50. grein um Evrópusambandið.

Franska sem áður var kallað „lingua franca“ innan alþjóðastofnananna, hefur staðið halloka gagnvart ensku og líklegt er að enskir samningamenn séu ekki par sáttir við þessar yfirlýsingar. Ýjað er að því í frétt Reuters að þetta sé nokkurs konar „stríðsyfirlýsing“ frá Evrópusambandinu á hendur Breta.