Útgáfufélagið Heimur sem Benedikt Jóhannesson starfandi fjármálaráðherra og fyrrverandi þingmaður og formaður Viðreisnar stýrði þangað til um síðustu áramót tapaði 32 milljónum á síðasta ári.

Félagið er dótturfélag Talnakönnunar, félags sem er að þrem fjórðu hlutum í eigu barna Benedikts, en það hefur á árinu selt öll sín tímarit, undir forystu Jóhannesar, sonar Benedikts sem tók við framkvæmdastjórn félagsins. Á síðasta ári námu rekstrartekjur Heims 206 milljónum króna að því er Fréttablaðið greinir frá, en rekstrargjöldin námu 246 milljónum króna.

Eignir félagsins í lok síðasta árs námu 41,5 milljónum króna en eiginfjárhlutfall þess var neikvætt um 336,7%. Meðal tímarita sem voru í eigu félagsins má nefna Frjálsa verslun, Vísbendingu, Iceland Review og Ský.