Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, stofnaði í desember félagið Green Submarine Invest ehf. Hlutafé félagsins nemur 2 milljónum króna. Í skráningargögnum segir að tilgangur félagsins sé að fjárfesta í myntum, rafmyntum, hlutabréfum, sjóðum og fleira til hagsbóta fyrir eigendur.

Í samtali við Viðskiptablaðið segir Helgi að hann sé enn að meta fjárfestingarkosti sína og að ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Skráningarlýsingin hafi einfaldlega verið skrifuð með það í huga að halda möguleikum opnum.