Um helmingur landsmanna, eða um 52%, eru hlynntir því að hægt sé að nálgast upplýsingar um hvað aðrir greiða í skatt. Hægt verður að nálgast þessar upplýsingar í álagningarskrá á skrifstofu Skattsins í ágúst. Þetta kemur fram í þjóðarpúlsi Gallup.

Ríflega fimmtungur landsmanna eru andvígur því að hægt sé að nálgast þessar upplýsingar, um 22%, og þá eru tæp 26% hvorki fylgjandi né andvígir því. Karlar eru oftar fylgjandi því að hægt sé að nálgast þessar upplýsingar en konur eða í 58% tilvika á móti 47% tilvika. Þá eru karlar jafnframt oftar andvígari að þessar upplýsingar séu veittar eða í 22% tilvika á móti 21% tilvika.

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru oftast andvígir því að þessar upplýsingar séu veittar eða í 41% tilvika. Kjósendur Miðflokksins eru næst oftast andvígir eða í 24% tilvika. Í könnunni eru kjósendur Pírata hlynntir því að þessar upplýsingar séu veittar í 76% tilvika og þá eru kjósendur Samfylkingarinnar hlynntir því í 71% tilvika.

Þjóðarpúls Gallup um skattaupplýsingar, flokka og kyn
Þjóðarpúls Gallup um skattaupplýsingar, flokka og kyn
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Afstaða Íslendinga til upplýsingagjafar um skattgreiðslur eftir kyni og þingflokki.