Hillary Rodham Clinton, forsetaefni Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem haldnar verða 8. nóvember næstkomandi hefur valið öldungadeilarþingmanninn Tim Kaine sem varaforsetaefni sitt.

Tim Kaine er öldungadeildarþingmaður frá Virginíufylki, en hann var kjörinn í öldungardeildina árið 2012 og á því 2 ár eftir af 6 ára kjörtímabili sínu.

Klifið hratt upp í heimi stjórnmálanna

Kaine er lögfræðingur fra´Harvard og var lengi vel kennari við lögfræðiskóla Háskólans í Richmond. Hann var fyrst kjörinn í opinbert embætti árið 1994 þegar hann var kjörinn í borgarstjórn Richmond. Síðan varð hann borgarstjóri þar árið 1998, vararíkisstjóri Virginíu árið 2002 og loks ríkisstjóri 2005 til 2010.

Tim Kaine, sem er af evrópskum uppruna, er álitinn öruggur valkostur því hann sé talinn hafa hófsamar skoðanir sem höfði til borgaralega þenkjandi fólks af evrópskum uppruna sem ekki eru harðir stuðningsmenn annars hvors aðalstjórnmálaflokka Bandaríkjanna, Repúblikana eða Demókrata.

Maður málamiðlana, styður frjálsa verslun, herinn og fóstureyðingar

Hann er þekktur fyrir að geta unnið með þingmönnum beggja flokka, verið maður málamiðlana, en jafnframt er hann harður stuðningsmaður fríverslunar, hersins og fóstureyðinga. Jafnframt er hann talinn geta náð til fólks ættað frá rómönsku Ameríku, en hann talar spænsku reiprennandi.

Þeir sem gagnrýna val Hillary á Kaine segja hann ekki nógu framsækinn, eða frjálslyndan stjórnmálamann, hann höfði til að mynda ekki til stuðningsmanna Bernie Sanders aðalkeppinautar Hillary um útnefningu Demókrata sem lagst hefur gegn fríverslun.

Trump velur mann sem höfðar til kjósenda keppinautar um útnefninguna

Athyglisvert er að Donald Trump valdi þvert á móti varaforsetaefni sem höfðar til kjarnafylgis Repúblikana, sem studdu helsta keppinaut hans, Ted Cruz.

Sá heitir Mike Pence, er ríkisstjóri í Virginíu, og nýtur stuðnings margra kristinna, íhaldsamra sem og teboðshreyfingarinnar svokölluðu, sem einbeitti sér fyrst og fremst að aðhaldi í ríkisfjármálum auk félagslega íhaldsamra stjórnmála.

Demókratar orðnir hlynntari fríverslunarsamningum en Repúblikanar?

Nú er staðan þá þannig í bandarískum stjórnmálum að bæði forseta og varaforsetaefni Demókrata styðja við frjálsa verslun, þó Hillary og nú Kaine í kjölfar útnefningarinnar hafa tekið undir gagnrýni á TTIP fríverslunarsamningana sem eru í undirbúningi milli Bandaríkjanna og ESB, sem og varaforsetaefni Repúblikana. Hins vegar talar Donald Trump forsetaefni þeirra gegn fríveslun.en Repúblikanar hingað til löngum þótt vera hlynntari frjálsri verslun.