Skúli Mogensen fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins fallna flugfélags Wow air, segist óska vinum sínum hjá Play innilega til hamingju með áfangann, en eins og Vi ðskiptablaðið sagði frá í morgun kynnti undirbúningshópur að nýju lággjaldaflugfélagi nýtt nafn og merki félagsins. Á nýrri heimasíðu þess, FlyPlay.com er jafnframt auglýst eftir fólki í ýmis konar störf .

„Ég dáist að þrautseigju þeirra að hafa komist svona langt og veit hversu mögnuð þau eru! Hlakka til að fara út í heim að leika!! Til lukku Arnar Magnusson Sveinn Ingi Steinþórsson Jónína Guðmundsdóttir Daníel Snæbjörnsson Sonja Arnórs og Co!! Gangi ykkur sem allra best!,“ segir Skúli á Facebook síðu sinni.

Tveir hópar hafa verið orðaðir við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag á grunni Wow air sem féll í mars síðastliðnum, annars vegar hópurinn sem kenndi sig við WAB, sem stóð fyrir We are back, eða við komum aftur á íslensku og samanstóð af aðilum sem tengst höfðu rekstri Wow air, og svo Michelle Ballarin og hópi í kringum hana sem keypti vörumerkið og búninga Wow air.