Rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að hátíðnihljóð sem bandarískir erindrekar á Kúbu kvörtuðu yfir árið 2016 hafi mátt rekja til einkum háværrar krybbu (e. Cricket).

Erindrekarnir vildu meina að hljóðin hafi valdið þeim hausverkjum, ógleði og heyrnatapi. Læknisskoðanir benti til þess að mennirnir hefðu orðið fyrir heilahristing eða annarskonar heilaskaða, og töldu margir að um hljóðbylgjuárás væri að ræða.

Hljóðupptaka af suðinu fór eins og eldur í sinu um netheima, en rannsakendurnir Alexander Stubbs frá Kaliforníuháskóla, og og Fernando Montealegre-Z frá Lincoln-háskóla í Englandi, komust að þeirri niðurstöðu að hljóðið á upptökunni kæmi frá krybbu.

Stubbs og Montealegre-Z fullyrtu ekki að mennirnir hefðu ekki orðið fyrir hljóðbylgjuárás, en þeir telja sig heldur vissa um að hljóðið á upptökunni komi ekki frá slíku vopni.

Umfjöllun Independent.