Helstu hlutabréfavísitölur hafa lækkað það sem af er degi. Hækkanirnar tengjast að öllum líkindum tilraunum Norður-Kóreumanna með vetnissprengju - tilraun sem tengist kjarnorkuáætlun ríkisins. Hins vegar hækkaði gengi ríkisskuldabréfa og verðið á gulli. Fjallað er um málið í frétt Reuters . Líklegt er fjárfestar leiti í auknum mæli í öryggi vegna tilraunanna.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu framkvæmdu sjöttu og öflugustu tilraun sína með vetnissprengju á tilraunasvæði Norður-kóreska hersins í gær. Tilraunin snerist um þróun stjórnvalda á vetnissprengju til þess að skjóta af stað langdrægum eldflaugum til óvina sinna. Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum kom fram að tilraunin hafi „ heppnast fullkomlega “.

Hin Suður-kóreska .KOSPI vísitala lækkaði um ríflega eitt prósent í kjölfar tilrauna nágranna þeirra og sömu sögu má segja um hina japönsku Nikkei vísitölu, en hún lækkaði um tæplega eitt prósent. Helstu vísitölur í Evrópu lækkuðu sömuleiðis um hálft prósent vegna helgarinnar.

Gengi hlutabréfa hér á Íslandi hefur einnig lækkað en hefur OMXI8 vísitalan lækkað um 1,53%. N1 hefur lækkað mest eða um 3,56% í 172 milljón króna viðskiptum. Einnig hefur gengi bréfa Eikar fasteignafélags lækkað um 2,27% í 106 milljón króna viðskiptum og bréf Regins um 1,88% í 165 milljón króna viðskiptum. Ekki er ómögulegt að alþjóðleg þróun á hlutabréfamörkuðum hafi haft smitunaráhrif á íslenska hlutabréfamarkaðinn það sem af er degi.

Bandaríkjadalur veiktist á miðað við helstu viðskiptamyntir. Eftir opnun markaða hafa hlutabréf í Evrópu náð sér aftur á strik. MSCI heimsvísitalan lækkaði einungis um 0,2 prósent, sem gæti þýtt að fjárfestar séu ekki gífurlega áhyggjufullir. Að mati greiningaraðila sem ræddi við Reuters þá virðast viðbrögð markaðarins svipuð og áður þegar Norður-Kórea hefur hótað heiminum með tilburðum sínum. „Fjárfestar selja hlutabréf, drífa þeim í skjól, meta stöðuna, og kaupa svo aftur þegar spennan minnkar,“ sagði Hussein Sayed, greiningaraðili hjá FXTM.