Hlutabréf bílaleigufyrirtækisins Hertz ríflega tvöfölduðust í fyrstu viðskiptum dagsins og fóru hæst í um 2,9 dollara. Bréfin höfðu þá ekki verið hærri síðan í júní á þessu ári. Fyrirtækið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í kjölfar heimsfaraldursins en Hertz sótti um greiðslustöðvun í mars á þessu ári.

Sjá einnig: Hertz sækir um greiðslustöðvun

Hertz tilkynnti um 1,6 milljarða dollara fjármögnun, andvirði 230 milljarða króna. Fram kemur á vef MarketWatch að enn á eftir að fá samþykki dómstóla fyrir fjármögnuninni þar sem félagið er í greiðslustöðvun (e. chapter 11 bankruptcy).

Sjá einnig: Hertz frestar hlutafjárútboði

Í upphafi árs stóðu hlutabréf félagsins í tæplega 16 dollurum og hafa því lækkað um tæp 90% það sem af er ári. Þegar þetta er skrifað standa bréf félagsins í 1,8 dollurum og hafa þá hækkað um tæplega 75% í dag.