Hlutabréfamarkaðir í Japan héldu áfram að falla í viðskiptum dagsins, en Nikkei 225 visitalan féll um 2,31% í dag. Vísitalan féll um 5,4% í gær en það var mesta fall á einum degi síðan í júní 2013. Auk þess lækkaði ávöxtunarkrafan á japönskum ríkisskuldabréfum og varð neikvæð í fyrsta skipti, eða -0,025% á 10 ára skuldabréfum.

Japan er nú bjarnarmarkaður eftir lækkanir síðustu daga. Fjárfestar virðar þó sækja í öryggi japanska jensins, en gengi þess styrktist um 0,4% gagnvart Bandaríkjadal og hefur ekki verið sterkara síðan 2014.

Hang Seng hlutabréfamarkaðurinn í Hong Kong hækkaði örlítið í viðskiptum dagsins, eða um 0,55%. Samsetta vísitalan í Sjanghæ lækkaði um 0,63%.