Hlutabréf í Tesla hafa fallið í verði um 4,4% í dag í kjölfar tísts Elon Musk í gærkvöldi þar sem hann ögraði verðbréfaeftirlitinu, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa náð samkomulagi við eftirlitið um málalyktir í markaðsmisnotkunarmáli.

Sagt var frá því í morgun að Musk hafi uppnefnt verðbréfaeftirlit bandaríkjanna, sem á ensku heitir Securities and Exchange Commission, eða SEC, sem „Skortsalaauðgunarstofnun“, eða Shortsellers Enrichment Commission.

Forsaga málsins er tíst sem Musk sendi frá sér í ágúst þar sem hann sagðist hafa tryggt fjármögnun fyrir afskráningu Tesla af markaði, sem síðar kom í ljós að var ekki fyllilega sannleikanum samkvæmt.