Verð á hlutabréfum í ítölskum og spænskum bönkum hefur hækkað töluvert í verð í kjölfar þess að embættismenn Seðlabanka Evrópu gáfu sterklega í skyn að stýrivextir bankans yrðu hækkaðir á komandi misserum. Þetta kemur fram í frétt Financial Times .

Talið er að hærri vextir muni auka arðsemi bankanna sem hafa hingað til búið við lága og jafnvel neikvæða vexti.

Christopher Peel, fjárfestingarstjóri hjá Tavistock Wealth Global, segir í samtali við Financial Times að nú sé góður tími til að kaupa bankabréf.

Fjárfestar hafa þó lýst áhyggjum sínum af vaxandi reglugerðafargani sem gæti dregið úr vexti bankanna til langs tíma litið.