Nasdaq og S&P 500 hlutabréfavísitölurnar náðu nýjum hæðum seinni partinn í dag, vegna mikillar hækkunar hjá tækifyrirtækjum, á sama tíma og það dró úr hækkun Dow Jones vísitölunnar vegna skarprar lækkunar á gengi IBM. Nam lækkun IBM 4,29% í dag, en hún kom til eftir að afkomutölur síðasta ársfjórðungs reyndust lægri en væntingar voru um.

Á sama tíma hjálpuðu miklar hækkanir á gengi bréfa Microsoft og Facebook til að hækka vísitölurnar, sem skila afkomutölum næstu tvær vikurnar. Nasdaq vísitalan hefur hækkað um 0,64% í dag, og er hún nú í 6384,86 stigum, meðan S&P 500 vísitalan stendur í 2470,32 stigum, eftir 0,39% hækkun.

Góður gangur Netflix ýtti Nasdaq vísitölunni upp í gær, og hefur hækkunarskeiðið sem nú er verið það lengsta síðan í febrúar 2015.