Af nýjum tölum Seðlabankans um eignir lífeyrissjóða fyrir septembermánuð 2017 má lesa að hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða af heildareignum eykst um 0,35 prósentustig á milli mánaða. Hlutdeild erlendra eigna er nú 23,3%.

Heildareignir lífeyrissjóða í lok september nema 3760 milljörðum króna aukast um rúmlega 20 milljarða milli mánaða en þar af aukast erlendar eignir um því sem nemur 17,7 milljarða króna en innlendar eignir um 2,4 milljarða.

Innlendar eignir nema því í heildina 2883 milljörðum króna og erlendar eignir 876 milljörðum króna.