Sem kunnugt er skipta félagsmiðlar fjölmiðla miklu máli, enda kemur stór hluti lesenda netfrétta þaðan. Fyrir vikið skipta algrímin — þær aðferðir, sem notaðar eru til þess að dreifa og birta fréttaslóðir almennum notendum — miklu máli fyrir miðlana.

Ekki síst á það við um Facebook, sem getur haft mikil áhrif á tekjumyndun fjölmiðla með þessum hætti (og þiggur auðvitað ókeypis hráefni að auki). Síðastliðin ár hafa ýmsar breytingar orðið þar á bæ, með þeirri afleiðingu sem sjá má að ofan, að hlutfall lesenda þaðan hefur minnkað ört. Og þá er ótalið að víða hefur þeim fækkað talsvert.