Greint var frá því þann 18. júní síðastliðinn að alþjóðlegur banki myndi kaupa fjárfestingarbankann Beringer Finance. Síðan þá hafa hluthafar í Beringer Finance ekki fengið neinar upplýsingar um um framgang málsins. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Aðalsteinn Jónsson, forstjóri Beringer Finance, sagði í samtali við Morgunblaðið að kaup hins ónefnda banka yrðu gerð opinber innan skamms. Fjárfestingabankinn hafi ekki heimild til að veita frekari upplýsingar fyrr en fjármálaeftirlitið í nokkrum löndum hafi lagt blessun sína yfir það.

Beringer Finance er að fullu leyti í eigu Beringer Finance í Noregi en í ársreikningi fyrirtækisins kemur fram að það hafi tapað um 101 milljónum króna á síðasta ári.