Hluthafar Whole Foods samþykktu í dag kaup Amazon á bandarísku verslunarkeðjunni. Í júní var greint frá því að Amazon hafði fest kaup á fyrirtækinu fyrir 13,7 milljarða dollara. Greiðir Netverslunarrisinn 42 dollara fyrir hvern hlut í fyrirtækinu.

Samkvæmt frétt BBC , búast forsvarsmenn Whole Foods greint frá því að gengið verði frá kaupunum fyrir lok þessa árs. Eina sem stendur nú í vegi fyrir kaupunum er samþykki bandarískra samkeppnisyfirvalda.

Fyrsta verslun Whole Foods var stofnuð árið 1978 í Texas, Bandaríkjunum og hefur verið leiðtogi á markaði dagvöruverslana sem leggja áherslu á heilsu- og lífrænar vörur. Nú eru verslanir keðjunnar 460 talsins víðs vegar um Bandaríkin, Kanada og Bretland og hjá Whole Foods starfa 87 þúsund manns.