Heildarviðskipti á aðalmarkaði Kauphallarinnar námu 2.153 milljónum og úrvalsvísitalan hækkaði um 1,04%. Viðskipti með bréf Marels stóðu töluvert uppúr í veltu, með 784 milljóna viðskipti sem skiluðu 0,13% hækkun. Alls hækkuðu 13 af 18 félögum á aðalmarkaði.

Næstmest velta var með bréf Reita, sem einnig hækkuðu mest allra félaga, um 2,85% í 324 milljóna króna viðskiptum. Þar á eftir komu bréf Regins, bæði í veltu og hækkun, með 2,68% hækkun í 220 milljóna króna viðskiptum, og þriðja mesta hækkunin var hjá Eik, 2,22% hækkun í 113 milljóna króna viðskiptum. Fasteignafélögin þrjú hrepptu því þrjú efstu sætin.

Bréf HB Granda lækkuðu, ein allra félaga, um 1,07% í sáralitlum viðskiptum, tæpum 300 þúsund krónum, en auk þess stóð gangvirði fjögurra félaga í stað.