Þó að leitarvél Google sé ekki eiginlegur félagsmiðill, þá geta fjölmiðlar notað hana með svipuðum hætti til þess að draga til sín lesendur. Það er því varla skrýtið að 87% fjölmiðlastjórnenda (200 talsinsí 29 löndum), sem Reuters-fjölmiðlarannsóknarstofnunin í Oxford innti svara, telji Google mjög eða ákaflega mikilvæga fyrir útbreiðslu sína á netinu.

Ekki síður er athyglisvert hve skjótt Apple (fyrir tilstilli News appsins í enskumælandi löndum) hefur siglt upp að hlið Facebook að þessu leyti. Eins eru sjálfsagt einhverjir hissa á að Instagram skipti fjölmiðla meira máli en Twitter.