Ás Eignarhaldsfélag ehf., sem árið 2017 seldi hljóð- og rafbókaútgáfuna Skynjun til hins sænska Storytel, hagnaðist um 261 milljón króna á síðasta rekstrarári. Lokauppgjör vegna sölunnar, svokölluð „earnout“-greiðsla, átti sér stað í fyrra og tók félagið við viðbótareignarhlut í Storytel.

Gangvirðisbreyting verð- og hlutabréfa nam 52 milljónum og söluhagnaður bréfa 203 milljónum. 40 milljóna króna arður verður greiddur út til hluthafa, Rósu Steingrímsdóttur og Stefáns Hjörleifssonar, en Stefán er framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi.