Hráolíuverð í Bandaríkjunum féll niður fyrir 20 dali á tunnu í gær og hefur það ekki mælst lægra í heil 18 ár. Olíuiðnaðurinn er að glíma við mesta eftirspurnarfall í sögunni, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. FT greinir frá.

Gera greinendur ráð fyrir að verðfallinu sé alls ekki lokið og reikna með að hráolíuverð muni lækka um fjórðung í apríl.

Líkt og mikið hefur verið fjallað hefur verðstríð milli Rússa og Sádí-Araba bætt gráu ofan á svart. Hafa markaðsaðilar reiknað með að verðstríðið gæti orðið til þess að olíuframleiðslan muni nema um 25 milljónum tunna á dag. Óttast þeir að sú þróun gæti á nokkrum vikum orðið til þess að geymslupláss fyrir olíu á heimsvísu verði á þrotum.

Sökum þess er reiknað með að olíuframleiðendur þurfi að hætta olíuvinnslu á skala sem aldrei hefur sést áður í sögu nútíma olíuvinnslu.