Brent hráolíuverð fór upp í 85 dali á tunnu í gær en verð á hráolíunni hefur ekki verið hærra síðan í október í fyrra. Greiningaaðilar áætla að olíuverð muni halda áfram að hækka, að því er kemur fram í grein Reuters .

Brent hráolían hefur hækkað um 14% síðastliðinn mánuð, úr rúmum 74 dölum á tunnu upp í tæpa 85 dali á tunnu. WTI hráolían hefur hækkað um 16% síðastliðinn mánuð, farið úr 71 dölum á tunnu upp í tæpa 83 dali á tunnu, en verð á hráolíunni hefur ekki verið hærra síðan í nóvember í fyrra.

Jeffrey Halley, greinandi hjá OANDA, áætlar að Brent hráolían muni fara upp í 100 dali á tunnu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hann bendir á að minnkandi framleiðslugeta muni leiða til verðhækkana á hráolíu. Fjárfestingabankarnir Morgan Stanley og J.P. Morgan áætla að Brent hráolían muni ná 90 dölum á hlut á árinu.