Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings og Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálstjóri Kaupþings hafa verið ákærð af héraðssaksóknara fyrir umboðs- og innherjasvik. Þetta kemur fram í frétt RÚV .

Þar segir að ákæran um innhverjasvik sé gerð á grundvelli þess að hann var sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun í fyrra. Þar kemur einnig fram að Hreiðar sé sakaður um að hafa grætt yfir 300 milljónir á viðskiptum með hlutafé í Kaupþingi árið 2008.

Hreiðar Már er sagður hafa búið yfir upplýsingum um að skráð markaðsverð hlutabréfa í Kaupþingi gæfu ranga mynd af verðmæti þeirra vegna markaðsmisnotkunar með hlutabréf í bankanum sem Hreiðar tók sjálfur þátt í.

Því máli hefur hins vegar verið áfrýjað til Hæstaréttar og er til meðferðar. Enn fremur kemur fram að ef Hreiðar Már verður sýknaður í Hæstarétti af markaðsmisnotkun, verður fallið frá innherrjasvikaákærunni,

Í frétt Kjarnans kemur fram að Guðný Arna sé ákærð fyrir hlutdeild í umboðssvikum með því að hafa aðstoðað við að koma þeim fram.

Hér má sjá frétt RÚV .