Leigubílastöðin Hreyfill hefur sótt um einkaleyfi á vörumerkinu Suber Taxi. Vörumerkið er flokkað undir leigubílaþjónustu sem bókast með appi. Þetta kemur fram á vef Einkaleyfastofu (ELS).

Umsóknin til ELS er dagsett þann 9. febrúar síðastliðinn og er verið að rannsaka umsóknina.

Viðskiptablaðið gerði nýverið úttekt á íslenska leigubílamarkaðnum . Í henni sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að væntanlega verði ekkert því til fyrirstöðu að farveitur á borð við Uber fái að hefja starfsemi á Íslandi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Starfshópur um endurskoðun á regluverki um leigubílaakstur hér á landi skilar tillögum til ráðherra nú í mánuðinum.