Samtök ferðþjónustuaðila í Suður-Kóreu gera ráð fyrir því að ferðamönnum muni fækka um 4,7 milljónir árinu 2017 frá fyrra ári. Er þetta samdráttur upp á 27%.

Samkvæmt frétt BBC er ástæðan rakin til þess að stjórnvöld í Kína bönnuðu ferðaskrifstofum þar í landi að selja pakkaferðir til Suður-Kóreu. Kínverskir ferðamenn voru 46,8% af heildarfjölda ferðamanna í landinu á síðasta ári. Var bannið sett á til að mótmæla því að stjórnvöld í Suður-Kóreu leyfðu Bandaríkjamönnum að setja upp eldflaugavarnarkerfi í landinu.

Ferðamönnum í Suður-Kóreu fjölgaði um meira en 10% á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Frá því að Kínverjar settu bannið á í mars hefur þeim hins vegar fækkað síðan. Var maímánuður sérstaklega slæmur en þá fækkaði ferðamönnum um 34,5% á milli ára. Í frétt BBC er haft eftir ónefndum stjórnanda innan ferðaþjónustusamtakanna að ef fram fer sem horfir munu Suður-Kórea standa frammi fyrir langvarandi kreppu í ferðamannaiðnaði.