Ítalski hagfræðingurinn Mario Draghi tók við embætti seðlabankastjóra Evrópska seðlabankans í nóvemberbyrjun 2011, en fyrirrennari hans, JeanClaude Trichet, hafði þá stýrt evrunni meirihluta líftíma hennar. Draghi hóf skipunartímabilið á því að lækka vexti nánast niður í 0, og hefur ekki hækkað þá síðan.

Skipað er í embættið til 8 ára í senn, og því mun nýr bankastjóri taka við hinum samevrópska gjaldmiðli næsta haust. Eins og gefur að skilja eru ýmsar hugmyndir uppi um hver verður fyrir valinu, en flókin valdabarátta milli Evruríkjanna 19 mun ráða miklu um hver tekur við einni valdamestu stöðu heims. Samkvæmt könnun sem fréttaveitan Bloomberg gerði nýlega meðal hagfræðinga eru allar líkur á að annaðhvort Finni eða Frakki beri sigur úr býtum, en tveir frá hvoru landi verma efstu fjögur sæti listans. Líklegastur allra er talinn vera finninn Erkki Liikanen. Hinn 68 ára gamli Liikanen var seðlabankastjóri Finnlands þar til síðasta sumar, og hefur áratugareynslu af stjórnkerfi Evrópusambandsins. Næstur er núverandi seðlabankastjóri Frakklands, Francois Villeroy de Galhau, og þar á eftir koma frakkinn Jens Weidmann, og finninn Olli Rehn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .