Hverfisbarinn fór úr því að tapa 23 milljónum króna árið 2017 í 12,2 milljóna króna hagnað á síðasta ári samhliða því að tekjurnar jukust um 36%, úr 92,8 milljónum króna í 126,5 milljónir króna, meðan rekstrargjöldin drógust saman um 9,3%, úr 120,7 milljónum króna í 109,4 milljónir króna. Þar af helminguðust launagreiðslur úr 37,1 milljón króna í 18,8 milljónir króna.

Eigið fé félagsins jókst um 39%, en var áfram neikvætt um 19,2 milljónir króna. Það hafði verið neikvætt um 31,4 milljónir króna árið 2017. Skuldirnar lækkuðu um 18%, úr 142 milljónum króna í 116,7 milljónir króna svo eignirnar lækkuðu um 12%, úr 110,6 milljónum króna í 97,5 milljónir króna, og eiginfjárhlutfallið fór úr því að vera neikvætt um 28,4% í -19,7%.

Snorri Páll Jónsson er framkvæmdastjóri Hverfisbarsins sem er á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, og tilheyrir Hverfisgötu númer 20.