Athygli hefur gerst samstarfsaðili almannatengslafyrirtækisins Burson Marsteller sem er eitt stærsta fyrirtækið á því sviði á heimsvísu með 73 skrifstofur og 85 samstarfsaðila sem samanlagt starfa í 110 ríkjum í sex heimsálfum.  Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Athygli.

Haft er eftir Kolbeini Marteinssyni, framkvæmdastjóra Athygli, að þeir hjá Athygli séu mjög spennt yfir þessu samstarfi og að fyrirtækið fái nú sterkari ásýnd meðal erlendra viðskiptavina.

Saga Burson Marsteller spannar yfir 60 ár og félagið þjónustar mörg af stærstu fyrirtækjum samtímans sem eru leiðandi á sínu sviði. Athygli var stofnað árið 1989 og er í dag stærsta almannatengslafyrirtæki landsins. Samkomulagið hefur nú þegar tekið gildi.