Íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs hefur fækkað um 45% frá því ársbyrjun en í fréttatilkynningu frá sjóðnum segir að sala hafi gengið vel og sé samkvæmt áætlun.

„Seldar hafa verið 782 eignir og  jafnframt hafa verið samþykkt kauptilboð í 80 eignir til viðbótar,“ segir í fréttatilkynningunni.

„Ríflega þriðjungur eignanna sem var í eigu sjóðsins í lok september eru í almennri sölumeðferð og helmingur eða 373 eignir eru leigðar út.“

Í lok september voru 733 íbúðir í eigu sjóðsins en fækkunin nam 615 íbúðum frá ársbyrjun en þá var fjöldinn 1348 talsins.