69% landsmanna búa í eigin húsnæði samkvæmt könnun MMR, en niðurstöður könnunarinnar voru birtar í dag. Hlutfallið lækkar frá fyrri könnun sem gerð var í september árið 2013 en þá var hlutfallið 72%.

Þeir sem búa í leiguhúsnæði fjölgar en þeir eru 20,2% í dag en hlutfallið var 17,7% árið 2013. Um 10,4% sögðust búa í foreldrahúsum miðað við 9,1% árið 2013.

Af þeim sem tóku afstöðu töldu 84% leiguhúsnæðið vera mjög, eða frekar öruggt, hlutfallið lækkar um 2% frá árinu 2013. Samanlagður fjöldi þeirra sem taldi að þeir myndu líklegt eða mjög líklegt að þeir myndu missa húsnæðið var 16% í dag, en hlutfallið var 14% árið 2013.

Talsverður munur var eftir stjórnmálaskoðunum hvort að svarendur byggi í eigin húsnæði. Kjósendur Framsóknarflokksins voru liklegri til að búa í eigin húsnæði, eða 83%. Ólíklegastir til að búa í eigin húsnæði voru kjósendur Bjartrar framtíðar eða 53% og kjósendur Pírata, eða  54%