Í dag hófust viðskipti með hlutabréf Iceland Seafood International hf. á First North markaði í kauphöll Nasdaq Iceland. Iceland Seafood International tilheyrir neytendaþjónustugeiranum og er fyrsta félagið sem tekið er til viðskipta á First North síðan árið 2011. Félagið er tuttugasta og níunda félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár.

Iceland Seafood International er alþjóðleg fyrirtækjasamstæða sem sérhæfir sig í sölu, framleiðslu og markaðssetningu á fjölbreyttu úrvali af frosnum, ferskum, söltuðum og þurrkuðum sjávarafurðum. Höfuðstöðvar samstæðunnar eru á Íslandi og er rekstrinum skipt í þrjú svið með starfsemi í sjö dótturfélögum í Evrópu og Norður-Ameríku. Iceland Seafood International rekur skrifstofur víða um heim sem gerir fyrirtækinu kleift að ná til allra helstu markaða heims með sjávarafurðir.

Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood, hringdi bjöllunni í kauphöllinni við þetta tækifæri, en auk hans héldu stuttar tölur þeir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku banka, sem sá um skráninguna og Páll Harðarson, forstjóri kauphallarinnar.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)