Verð á hlutabréfum í Icelandair hefur lækkað um 5,61% í 116 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi. Hlutabréfaverð í félaginu hefur því fallið um 12% frá stöðvun viðskipta í gær.

Allt er rautt í Kauphöllinni en 14 félög hafa lækkað það sem af er degi. Að Icelandair undanskildu þá hefur mest lækkun verið hjá Reginn en verð á hlutabréfum í fyrirtækinu hafa lækkað 2,51% í 49 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi. Þá hafa Reitir lækkað um 2,49% í 74 milljóna króna viðskiptum.

Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins hefur lækkað um 1,62% það sem af er degi. Heildarveltan á hlutabréfamarkaðnum nema 809 milljónum.